Erlent

Fyrrverandi forseti dæmdur fyrir nauðgun

Moshe Katsav, fyrrverandi forseti Ísraels. Mynd/AP
Moshe Katsav, fyrrverandi forseti Ísraels. Mynd/AP

Moshe Katsav, fyrrverandi forseti Ísraels, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga fyrrverandi samstarfskonu sinni þegar hann var ferðamálaráðherra árið 1998. Hann á yfir höfði sér sex ára fangelsisdóm.

Katsav var upphaflega ákærður fyrir að hafa brotið gegn þremur konum. Hann neyddist til að láta af embætti 2007 en hann hafði þá verið forseti í sjö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×