Innlent

Langt í að Herjólfur komist í Landeyjahöfn

MYND/Arnþór

Allt að mánuður eða meira gæti liðið þar til Herjólfur getur aftur siglt til Landeyjahafnar, að því er Sigurður Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun segir í viðtali við blaðið Fréttir í Vestmannaeyjum.

Tafir hafa orðið á skoðun á dýpkunarskipi Íslenska gámafélagisns, sem statt er í Danmörku, og kemur það væntanlega ekki til landsins fyrr en langt er liðið á janúar.

Þrátt fyrir ástandið í Landeyjahöfninni nú, er verulega farið að draga úr sandburði í hana, að sögn Sigurðar Áss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×