Innlent

21 einstaklingur greinst með berkla í ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls hefur 21 einstaklingur greinst með berkla hér að landi. Í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins segir að þetta sé óvenju há tala. Af þessum 21 sé 16 af erlendu bergi brotnir. Þeir sem greinst hafi á árinu séu á aldrinum 20-70 ára og meðalaldur 34 ár.

Ekki hefur orðið vart við fjölónæma berkla á árinu. Einn Íslendingur greindist með nautgripaberkla. Ekki er ljóst hvernig smitið bar að og ekki er vitað til þess að berklar hér á landi herji á nautgripi um þessar mundir.

Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir í Farsóttarfréttum að þar til í ár hafi hvorki orðið vart við nautgripaberkla í nautgripum né mönnum hér síðan 1958.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×