Innlent

Kannabis í flutningaskipinu El-Bravo við Reyðarfjörð

Mynd úr safni
Skömmu fyrir hádegið í dag fór Lögreglan á Eskifirði í samvinnu við Tollgæsluna á Eskifirði og yfirhundaþjálfara RLS til leitar um borð í flutningaskipinu El-Bravo sem lá í Mjóeyrarhöfn við Reyðarfjörð.

Við leit í skipinu lagði tollgæslan hald á óverulegt magn af vindlingum. Í tengslum við aðgerðina voru tveir karlmenn handteknir og fór lögreglan í húsleit á heimili þeirra í Fjarðabyggð .

Hald var lagt á nokkur grömm af kannabisefnum, neysluáhöld og kannabisplöntu, ásamt smygluðum vindlingum.

Málin teljast upplýst og hefur mönnunum verið sleppt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×