Innlent

Forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana sem hluta af stjórnarliðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leiðtogar stjórnarflokkanna gera sig reiðubúna undir útsendingu Kryddsíldar ásamt Kristjáni Má Unnarssyni þáttastjórnanda.
Leiðtogar stjórnarflokkanna gera sig reiðubúna undir útsendingu Kryddsíldar ásamt Kristjáni Má Unnarssyni þáttastjórnanda.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana í VG sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga næsta árs sem hluta af stjórnarliðinu. „Það geri ég ekki," sagði Jóhanna þegar hún var spurð út í málið í Kryddsíldinni í dag.

Jóhanna sagði að stjórnin væri með 32-35 manna þingmeirihluta að baki sér og hún vonaði að þremenningarnir, Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason kæmu til baka til liðs við stjórnarliðið. Jóhanna benti á að það hefði oft komið upp að ríkisstjórnir hefðu lítinn meirihluta að baki sér. Benti hún á Viðreisnarstjórnina sem sat á árunum 1958-1970 sem dæmi og ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen.

Steingrímur sagði hins vegar að þremenningarnir væru hluti af stjórnarliðinu. Of mikið væri gert úr því þegar þau sátu hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×