Ráðherra ósammála bæjarstjórn um HSS 4. febrúar 2010 06:00 Álfheiður Ingadóttir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir fullkomlega raunhæft að sveitarfélagið taki yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og verkefnið snúist ekki um fjármál sveitarfélaga. Heilbrigðisráðherra er því ósammála. Vegna niðurskurðar hjá HSS vill bæjarstjórn Reykjanesbæjar viðræður við stjórnvöld og sveitarfélög á Suðurnesjum um aðkomu eða yfirtöku á rekstri stofnunarinnar. Bókun þessa efnis var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. „Þetta snýst um að gera samning við ríkið um að taka við þessu verkefni og treysta sér til að það fjármagn sem ríkið leggur til nýtist betur með okkur og starfsmönnum HSS en í gegnum ráðuneytið, tilskipanir þess og stöðugar breytingar á stefnu,“ segir Árni og tekur dæmi um misvísandi ákvarðanir þriggja heilbrigðisráðherra um rekstur skurðstofa á HSS. „Þetta verður að breytast og við treystum okkur til að halda úti stefnu fyrir stofnunina lengur en ríkið og ná fram hagræðingu með þeirri þekkingu sem hér er fyrir.“ Árni segir enga ástæðu til að halda að verkefnið sé stærra eða flóknara en þau verkefni sem sveitarfélagið sinnir nú þegar og nefnir rekstur grunnskólans sem dæmi. Hann segir það rétt að sveitarfélagið geti ekki tekið á sig fyrirætlaðan niðurskurð heldur sé hugsunin sú að fá það fjármagn sem ætlað var til HSS áður en niðurskurðarkrafan var sett fram. Það sé raunhæft í ljósi þess niðurskurðar sem HSS hefur þegar þurft að sæta. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist almennt hlynnt því að sveitarfélögin sinni sem mestu af nærþjónustunni en hér sé ekki rætt um lögbundið verkefni sveitarfélaga. „Þess vegna hlýtur maður fyrst að spyrja hvernig sveitarfélagið er fjárhagslega í stakk búið til þess að sinna þessari þjónustu. Miðað við fréttir frá eftirlitsstofnun sveitarfélaga og ársreikninga sveitarfélagsins þá held ég að öllum megi vera það ljóst að Reykjanesbær er ekki fær um að taka við þessari þjónustu sem er rekin með tapi og dregur eftir sér milljóna halla, því miður.“ Álfheiður segir að ósk um fjárframlag umfram fjárlög ársins 2010 sé óraunhæf. „Ég sé ekki hvar heilbrigðisráðuneytið ætti að taka 150 milljónir utan fjárlaga til að afhenda Reykjanesbæ.“ Hún segir að stjórnun HSS sé í höndum stofnunarinnar og á hennar ábyrgð. „Hendur stofnunarinnar eru bundnar af einu og það eru fjárlög.“svavar@frettabladid.is árni sigfússon Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Sjá meira
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir fullkomlega raunhæft að sveitarfélagið taki yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og verkefnið snúist ekki um fjármál sveitarfélaga. Heilbrigðisráðherra er því ósammála. Vegna niðurskurðar hjá HSS vill bæjarstjórn Reykjanesbæjar viðræður við stjórnvöld og sveitarfélög á Suðurnesjum um aðkomu eða yfirtöku á rekstri stofnunarinnar. Bókun þessa efnis var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. „Þetta snýst um að gera samning við ríkið um að taka við þessu verkefni og treysta sér til að það fjármagn sem ríkið leggur til nýtist betur með okkur og starfsmönnum HSS en í gegnum ráðuneytið, tilskipanir þess og stöðugar breytingar á stefnu,“ segir Árni og tekur dæmi um misvísandi ákvarðanir þriggja heilbrigðisráðherra um rekstur skurðstofa á HSS. „Þetta verður að breytast og við treystum okkur til að halda úti stefnu fyrir stofnunina lengur en ríkið og ná fram hagræðingu með þeirri þekkingu sem hér er fyrir.“ Árni segir enga ástæðu til að halda að verkefnið sé stærra eða flóknara en þau verkefni sem sveitarfélagið sinnir nú þegar og nefnir rekstur grunnskólans sem dæmi. Hann segir það rétt að sveitarfélagið geti ekki tekið á sig fyrirætlaðan niðurskurð heldur sé hugsunin sú að fá það fjármagn sem ætlað var til HSS áður en niðurskurðarkrafan var sett fram. Það sé raunhæft í ljósi þess niðurskurðar sem HSS hefur þegar þurft að sæta. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist almennt hlynnt því að sveitarfélögin sinni sem mestu af nærþjónustunni en hér sé ekki rætt um lögbundið verkefni sveitarfélaga. „Þess vegna hlýtur maður fyrst að spyrja hvernig sveitarfélagið er fjárhagslega í stakk búið til þess að sinna þessari þjónustu. Miðað við fréttir frá eftirlitsstofnun sveitarfélaga og ársreikninga sveitarfélagsins þá held ég að öllum megi vera það ljóst að Reykjanesbær er ekki fær um að taka við þessari þjónustu sem er rekin með tapi og dregur eftir sér milljóna halla, því miður.“ Álfheiður segir að ósk um fjárframlag umfram fjárlög ársins 2010 sé óraunhæf. „Ég sé ekki hvar heilbrigðisráðuneytið ætti að taka 150 milljónir utan fjárlaga til að afhenda Reykjanesbæ.“ Hún segir að stjórnun HSS sé í höndum stofnunarinnar og á hennar ábyrgð. „Hendur stofnunarinnar eru bundnar af einu og það eru fjárlög.“svavar@frettabladid.is árni sigfússon
Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Sjá meira