Erlent

Gæsluvarðhalds krafist yfir fjórum vegna hryðjuverkaárásar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Danska lögreglan rannsakar málið. mynd/ afp.
Danska lögreglan rannsakar málið. mynd/ afp.
Einn af fjórum karlmönnum sem handteknir voru í Danmörku í gær grunaðir um hryðjuverkatilraun verður látinn laus.

Fjórir menn voru handteknir vegna tilraunarinnar. Þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að ráðast inn í höfuðstöðvar Jyllands Posten í Kaupmannahöfn og granda þar eins mörgum og þeir mögulega gátu. Hinir þrír voru færðir fyrir dómara í morgun þar sem til stendur að fá þá úrskurðaða í gæsluvarðhald.

Eftir því sem fram kemur á vef Jyllands Posten neita hinir grunuðu allir sök. Þeir neita að öðru leyti að tjá sig um sakarefnið.

Auk mannanna fjögurra sem handteknir voru í Danmörku var einn handtekinn í Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×