Innlent

Rarik hefur hækkað um 8,3 prósent

Nú um áramótin hækkuðu Rarik, Orkubú Vestfjarða (OV) og HS Veitur gjaldskrá fyrir dreifingu og flutning á raforku. Þann 1. nóvember síðastliðinn hækkuðu OR og Norðurorka sínar gjaldskrár og sú síðasta, Rafveita Reyðarfjarðar, hefur tilkynnt hækkun frá 1. febrúar næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun. Hafa þá allar dreifiveitur á landinu hækkað gjaldskrár sínar. Þetta kemur fram á vef Orkuvaktarinnar.

Hækkunin hjá Rarik nemur 8,3% og endurspeglar hækkun orkugjalds á almennum taxta í þéttbýli þessa prósentu en í dreifbýli er hækkunin minni. Samkvæmt nýrri verðskrá á vef OV er samsvarandi hækkun almenns taxta hjá þeim 6% og samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er sambærileg hækkun HS Veitna einnig um 6%.

Athygli vekur að Rarik gerir breytingar á afltöxtum og tímaháðum töxtum í dreifbýli með því að breyta vægi verðþátta þeirra. Það getur valdið því hagstæðasti taxti einhverra mælinga breytist, og þurfa fyrirtæki í dreifbýli því að vera vakandi fyrir því.

Sjá nánar á vef Orkuvaktarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×