Innlent

Máttu ekki auglýsa appelsínið

Neytendastofa féllst ekki á að umbúðir nýja appelsínsins væru of líkar hinum upprunalegu
Neytendastofa féllst ekki á að umbúðir nýja appelsínsins væru of líkar hinum upprunalegu
Vífilfell braut lög með auglýsingum sínum fyrir drykkinn hátíðarappelsín, sem birtust fyrir jól. Þetta er niðurstaða Neytendastofu.

Vífilfell braut lög með auglýsingum sínum fyrir drykkinn hátíðarappelsín, sem birtust fyrir jól. Þetta er niðurstaða Neytendastofu.

Ölgerð Egils Skallagrímssonar kvartaði yfir markaðssetningu og kynningu Vífilfells á appelsíninu við Neytendastofu í byrjun desember, en Vífilfell hóf að auglýsa hátíðarappelsín stuttu áður. Kvörtunin sneri að auglýsingunum, sem og heiti vörunnar og umbúðum hennar.

Ölgerðin taldi að hún ætti einkarétt á orðinu appelsín og að umbúðir á hátíðarappelsíni væru eftirlíking á umbúðum Egils appelsíns. Neytendastofa féllst ekki á að Ölgerðin ætti einkarétt á orðinu appelsín. Þá taldi stofnunin að þó að umbúðir drykkjanna tveggja væru líkar við fyrstu sýn væri ýmislegt sem aðgreindi þær og því væri ekki ástæða til að banna umbúðirnar.

Auglýsingar Vífilfells innihéldu fullyrðingarnar "Ekta appelsín - bara hátíðlegra" og "Þú sérð það strax við fyrstu sýn. Þetta er hátíðarappelsín." Neytendastofa taldi þetta vera augljósa vísun í auglýsingar Ölgerðarinnar. Í auglýsingunum fælust villandi upplýsingar um vöruna. Því var ákveðið að banna birtingu auglýsinganna. Ekki var talin ástæða til að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið. - þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×