Erlent

Belju á svelli bjargað af þyrlu

Lítill kálfur fékk að kynnast því hvernig það er að vera bókstaflega eins og belja á svelli þegar hann gekk út á ísilagða tjörn í Oklahómafylki Bandaríkjanna skömmu fyrir áramótin. Kálfurinn fór nokkuð inn á ísbreiðuna en var ómögulegt að komast þaðan aftur enda klaufir ekki gerðar til að ganga á ís.

Fólk sem kom auga á hjálparlausan kálfinn hafði samband við lögreglu sem ákvað að koma honum til bjargar. Send var þyrla á staðinn og þyturinn frá þyrluspöðunum notaður til að feykja kálfinum af ísnum. Ekki vildi þó betur til en svo að ísinn brotnaði undan dauðhræddum kálfinum. Honum tókst þó að koma sér á þurrt land og var tekið fagnandi, heilum á húfi.

Upptöku af atvikinu má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×