Erlent

Pete Postlethwaite er látinn

Postlethwaite var 64 ára gamall.
Postlethwaite var 64 ára gamall. MYND/AP

Breski leikarinn Pete Postlethwaite er látinn, 64 ára að aldri. Postlethwaite, sem tilnefndur var til óskarsverðlauna árið 1994 fyrir hlutverk sitt í The Name og the Father, lést á sjúkrahúsi eftir langvinn veikindi.

Postlethwaite lék einnig í myndum á borð við The Usual Suspects og Brassed Off en hann hafði barist við krabbamein í langan tíma. Steven Spielberg, sem notaði Postlethwaite meðal annars í Jurassic Park, lýsti Bretanum einu sinni sem „besta leikara í heimi."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×