Innlent

Bensínið hækkaði um áramót og frekari hækkanir í pípunum

MYND/GVA

Bensínskattur hækkaði um áramótin um eina krónu og áttatíu aura á lítrann og olíuskattur á dísilolíu um tvær og sextíu. Enn frekari hækkanir verða á opinberum gjöldum þegar nýir eldsneytisfarmar berast til landsins.

Algengt bensínverð á mannlausum bensínstöðvum er nú komið upp í rúmar 209 krónur fyrir lítrann og dísilolían upp í 211 krónur. Um leið og nýir farmar koma til landsins á næstu vikum hækkar skattlagning hins opinbera enn. Það er vegna þess að vörugjald á bensín og dísilolíu mun þá hækka um rúma krónu, með virðisaukasakatti, og kolefnisgjald á bensín um eina og fimmtíu og á dísilolíu um eina og áttatíu.

Með þessum hækkununum fer bensínlítrinn í tæpar 212 krónur og dísillítrinn í 214 krónur, að því gefnu að verð frá olíufélögunum haldist óbreytt. Hlutfall opinberra gjalda í hverjum eldsneytislítra verður þá orðið um það bil 107 kronur.

Eins og staðan er nú á heimsmarkaði má búast við hækkun frá olíufélögunum líka, nema að heimsmarkaðsverð lækki alveg á næstunni, sem þykir ólíklegt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×