Erlent

Tók ljósmynd af morðingja sínum

Óli Tynes skrifar
Í hlaupi byssunnar má sjá blossann af skotinu sem varð Dagsa að bana. Til hliðar við morðingjann sést í dóttur Dagsas.
Í hlaupi byssunnar má sjá blossann af skotinu sem varð Dagsa að bana. Til hliðar við morðingjann sést í dóttur Dagsas.

Filipseyskur stjórnmálamaður tók um áramótin, óafvitandi, ljósmynd af manni sem skaut hann til bana á sama augnabliki. Reynaldo Dagsa átti sæti í borgarstjórn Manila. Á nýársdag ætlaði hann að taka hópmynd af fjölskyldu sinni fyrir utan heimili þeirra í Manila.

Um leið og hann smellti myndinni af heyrðist skothvellur og Dagsa féll helsærður í götuna. Lögreglan fékk myndavélina og stækkaði þann hluta hennar sem sýndi morðingjann. Á myndinni má í hlaupi byssunnar sjá blossann frá skotinu vem varð Dagsa að bana. Lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um morðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×