Innlent

Fimmti hver myndi skila auðu eða ekki kjósa

Mynd/Pjetur
Nærri fimmti hver atkvæðisbær maður myndi skila auða eða ekki kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag. Á sama tíma bætir ríkisstjórnin við sig fylgi. Þetta er kemur fram í nýjum þjóðarpúsli Gallup og greint var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Ríkisstjórnin nýtur nú stuðnings 37% landsmanna og er það ívið meiri stuðningur en stjórnin naut í nóvember. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 24% fylgi. Tæplega 18% landsmanna styður VG, 34% Sjálfstæðisflokkinn, rúmlega 13% Framsóknarflokkinn og Hreyfingin stuðnings um 6% landsmanna.

Samkvæmt RÚV myndu 5% kjósa aðra flokka. 14% tóku ekki afstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×