Erlent

"Þetta var eins og atriði úr Titanic."

"Þetta var eins og atriði úr Titanic."
"Þetta var eins og atriði úr Titanic." mynd/AP
Ótrúlegar ljósmyndir sýna brottflutning farþega úr skemmtiferðaskipinu Costa Concordia eftir að skipið strandaði undan vesturströnd Ítalíu 13. janúar síðastliðinn.

Farþegar segja að mikill glundroði hafi myndast á þilfari skipsins og hafa líkt atburðarrásinni við kvikmyndina Titanic.

Á ljósmyndunum sést skemmtiferðaskipið er það hallar og sekkur. Björgunarbátar streyma frá skipinu.

Þúsundir farþega voru fluttir úr skipinu eftir að það strandaði og hafa margir lýst þeim glundroða sem myndaðist um borð þegar björgunaraðgerðir hófust.

Einn farþegi segir að mikið óðagot hafi komið á starfsmenn skipsins. „Enginn úr áhöfninni aðstoðaði okkur. Þetta var eins og atriði úr Titanic."

Staðfest tala látinna er komin upp í sextán og enn er 16 saknað.

Skipstjóri Costa Concordia, Francesco Schettino, situr nú í stofufangelsi og hefur verið ákærður fyrir manndráp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×