Innlent

Mikill meirihluti vill að tillögur Stjórnlagaráðs verði að frumvarpi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá fundi Stjórnlagaráðs.
Frá fundi Stjórnlagaráðs. mynd/ gva.
Tveir þriðju hluti þjóðarinnar vill að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR.

Um 95% þeirra sem styðja ríkisstjórnina eru hlynnt tillögum Stjórnlagaráðs og 48% andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Stuðningur við tillögurnar mældist minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins en 27% þeirra kvaðst hlynntur tillögunum. Næstminnsta fylgið var meðal framsóknarmanna, þar sem um 39% voru hlynntir tillögunum. Stuðningur í öðrum flokkum mældist yfir 90 prósent. Þá mældist stuðningur við tillögurnar 77,1% meðal þeirra sem sögðust óvissir í afstöðu sinni til stjórnmálaflokka eða sögðust skila auðu væri gengið til kosninga nú.

Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 870 einstaklingar svöruðu könnuninni sem gerð var dagana 12. - 17. apríl 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×