Erlent

Mannræningjarnir í Lundúnum ráku kommúnískan sértrúarsöfnuð

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Konurnar sögðu lögreglu að þær hefðu sætt barsmíðum í prísundinni.
Konurnar sögðu lögreglu að þær hefðu sætt barsmíðum í prísundinni. Myndir/GETTY
Hjónin sem sökuð eru um að hafa haldið þremur konum föngnum í 30 ár og komið fram við þær eins og þræla ráku áður kommúnískan sértrúarsöfnuð sem dáði kínverska leiðtogan Mao Zedong. Þetta kemur fram í frétt Daily Mail í dag.

Aravindan Balakrishnan og kona hans Chanda stýrðu söfnuðinum úr bókabúð í Brixton en henni var lokað árið 1978 þegar lögreglan gerði innrás og handtók 14 manns, þar á meðal hjónin.

Hjónin, sem eru þekkt undir nöfnunum Comrade Bala og Comrade Chanda meðal hópsins, voru dæmd í fangelsi eftir að hafa ráðist á lögregluþjón sem tók þátt í innrásinni.

Hópurinn kallaði sig Mao Zedong Memorial Centre og hélt uppi bókasafni og bóksölu og var stofnaður samkvæmt einum meðlim þegar „okkar ástkæri Formaður Mao lést 9. september 1976.“

Að minnsta kosti ein kvennanna þriggja sem frelsaðar voru úr prísundinni í Lambeth-hverfi Lundúna var beitt líkamlegu ofbeldi en það fullyrti lögreglan þar í borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×