Handbolti

Kára meinaður aðgangur að æfingu hjá Wetzlar

Kári Kristján er kominn í frí frá handbolta í bili.
Kári Kristján er kominn í frí frá handbolta í bili.
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson lét sjá sig á æfingu hjá Wetzlar í morgun. Hann hafði lýst því yfir að hann myndi gera það þó svo félagið væri búið að reka hann.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mætti Kári framkvæmdastjóra félagsins, Björn Seipp, fyrir utan íþróttahöllina er hann ætlaði sér að ganga inn. Seipp meinaði Kára inngöngu í Höllina og tjáði honum að hann mætti ekki koma á æfinguna. Við svo búið hvarf Kári á braut.

Seipp hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Kára undanfarna daga og má lesa nánar um það í fréttunum hér að neðan.

Kári vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag og vísaði á lögfræðing sinn. Kári hefur ákveðið að tjá sig ekki frekar um málið að svo stöddu og vísaði í fyrri yfirlýsingar sínar.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.


Tengdar fréttir

Rekinn frá Wetzlar

Þýska úrvalsdeildarfélagið Wetzlar rak landsliðsmanninn Kára Kristján Kristjánsson frá félaginu í gær. Félagið segir Kára hafa gerst sekan um brot á samningi við félagið og þess vegna hafi félagið ákveðið að segja upp samningnum.

Gæti reynst fordæmisgefandi

Kári Kristján Kristjánsson segist hafa spilað með íslenska landsliðinu í góðri trú eftir að hafa fengið leikheimild hjá læknum Wetzlar. Landsliðsþjálfarinn lýsir mikilli óánægju með vinnubrögð forráðamanna Wetzlar.

Fyrirliði Wetzlar orðlaus

Michael Müller, fyrirliði Wetzlar, lýsir mikilli furðu yfir þeirri ákvörðun Kára Kristjáns Kristjánssonar að spila með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu í fyrradag.

Sorglegt hjá Wetzlar

Kári Kristján Kristjánsson vildi lítið tjá sig um nýjasta útspil framkvæmdastjóra Wetzlar sem sagði leikmanninn alfarið bera ábyrgð á þeirri röð atvika sem leiddi til þess að honum var sagt upp. Hann hefur sett málið í hendur lögfræðinga.

Aron: Óþolandi vinnubrögð hjá Wetzlar

Vísir fylgdist með blaðamannafundi HSÍ í beinni textalýsingu. Tilefnið var leikur Íslands og Slóveníu í Laugardalshöllinni á sunnudag.

Datt næstum því úr sófanum þegar ég sá Kára spila

Wetzlar hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við íslenska landsliðslínumanninn Kára Kristjánsson eftir að Kári lék með íslenska landsliðinu í Slóveníu í gær. Félagið vissi ekki betur en að Kári væri í veikindaleyfi heima á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu HSG Wetzlar.

Lygi en ekki misskilningur hjá Kára

"Hvers vegna giftur tveggja barna faðir fórnar atvinnu sinni og jafnvel lífi til þess að spila landsleik finnst mér óskiljanlegt," segir Björn Seipp framkvæmdarstjóri þýska handknattleiksfélagsins Wetzlar.

Kári: Ég fékk skýrt já

Kári Kristján Kristjánsson segist hafa fengið skýr svör frá tveimur læknum hjá Wetzlar um að hann mætti spila með íslenska landsliðinu í Slóveníu.

HSÍ vissi ekki að Kári væri skráður á sjúkralista

Handknattleikssamband Íslands og Kári Kristján Kristjánsson sendu nú síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna máls Kára. Hann var rekinn frá félagi sínu, Wetzlar, fyrir að hafa spilað landsleikinn gegn Slóveníu síðastliðinn miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×