Innlent

Stofna minningarsjóð um Hemma

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Hemmi setti sig inn í margskonar hjálparstörf og voru þau honum mjög hugleikin.
Hemmi setti sig inn í margskonar hjálparstörf og voru þau honum mjög hugleikin.
Til stendur að stofna minningarsjóð um Hemma Gunn. Þetta verður gert til að standa styðja við þau málefni sem voru honum kærust. „Hemmi var aldrei að sækjast eftir auðæfum en hann var víða í tengslum við hjálparstarf. Hann lagði til dæmis baráttumálum til kaupa á hjartatækjum fyrir Landspítalann og unglingadeild SÁÁ lið," sagði Halldór Einarsson, einn besti vinur Hemma í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. „Þeir sem leggja í minningarsjóðinn eru um leið að styðja við þessi góðu málefni sem voru honum svo hugleikin," segir hann jafnframt.

Eins og komið hefur fram verður Hemmi Gunn jarðsettur frá Hallgrímskirkju næstkomandi föstudag. Halldór býst við fjölmenni. Fólk sem vill fylgja Hemma til grafar þarf þó ekki að örvænta, en útförinni verður varpað beint á skjá í Valsheimilinu. Þar er pláss fyrir nokkur þúsund manns. „Þeir sem koma þangað eru að taka fullan þátt í útörinni. Ég hef heyrt í mörgum sem ætla að fara beint þangað til að sneiða hjá þrengingum í kirkjunni," segir Halldór. Í framhaldinu fer erfidrykkjan fer svo fram í Valsheimilinu. Halldór mælist til að fólk mæti með góða skapið. „Enginn þarf að örvænta, fólk á bara að koma brosandi, það hefði Hemmi viljað." 

Í spilaranum hér að ofan er hægt að hlusta á viðtalið við Halldór í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×