Erlent

Norskur málaliði lést í Kongó

Moland, til hægri, var þrjátíu og tveggja ára þegar hann lést.
Moland, til hægri, var þrjátíu og tveggja ára þegar hann lést. Mynd/AP
Norskur málalið Þjóstólfur Moland, sem setið hefur í fangelsi í Kongó frá árinu 2009 lést í fangaklefa sínum í gær. Moland og hinn bresk-norski félagi hans Joshua French, voru handteknir í landinu og dæmdir til dauða fyrir að myrða bílstjóra sinn.

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma því mennirnir voru einnig dæmdir fyrir að stunda njósnir í landinu fyrir Norðmenn. Norsk stjórnvöld neituðu hinsvegar öllum tengslum við mennina, sem voru fyrrverandi hermenn í norska og breska hernum. Síðan þá hafa þeir setið í fangelsi og hafa yfirvöld í Noregi unnið að því að fá þá framselda.

Ekki er ljóst hvert banamein Molands var en hann var þrjátíu og tveggja ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×