Innlent

Hátt í þúsund manns í útför Hemma

Valur Grettisson skrifar
Frá upphafi útfarar Hemma.
Frá upphafi útfarar Hemma. Mynd Villi
Hátt í þúsund manns eru staddir í útför Hemma Gunn í Hallgrímskirkju. Rétt áður en útförin hófst söng einvalalið tónlistarmanna og tók Ragnar Bjarnason meðal annars lagið My way sem varð frægast í meðförum stórsöngvarans Frank Sinatra. Eftir flutninginn settist Ragnar svo með nánustu aðstandendum Hermanns á fyrsta bekk.

Samkvæmt upplýsingum um Hallgrímskirkju geta 750 manns setið í kirkjunni við athafnir.

Frá athöfninni á Hlíðarenda, þar sem erfidrykkjan fer svo fram.Mynd / Valgarður
Útförinni er einnig sjónvarpað í Valsheimilinu, en þar eru töluvert af fólki að fylgjast með. Það er því óhætt að segja að hátt í þúsund manns séu staddir í útför þessa dáða skemmtikrafts.

Hemmi varð bráðkvaddur í Tælandi 4. júní síðastliðinn þar sem hann var staddur í fríi. Hann var fæddur 9. desember árið 1946, og var því 66 ára þegar hann lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×