Innlent

Einvalalið tónlistarmanna í útför Hemma Gunn

Valur Grettisson skrifar
Landslið söngvara mun syngja í útför Hemma.
Landslið söngvara mun syngja í útför Hemma.
Það er óhætt að segja að einvalalið tónlistarmanna spili og syngi í útför Hemma Gunn sem fram í Hallgrímskirkju klukkan þrjú í dag.

Meðal tónlistarmanna verða Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Raggi Bjarna, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Kristján Jóhannsson. Einnig mun Egill Ólafsson og Sigrún Thorlacius úr Hjaltalín syngja. Eins mun Björgvin Halldórsson og Guðrún Gunnarsdóttir syngja. Auk einsöngvara mun karlakórinn Fóstbræður taka lagið.

Hér má sjá tónlistarmennina sem munu koma fram í jarðaförinni.
Jarðarförinni verður sjónvarpað á sama tíma í Valsheimilinu og má búast við miklu fjölmenni, enda Hemmi Gunn bæði dáður og elskaður af vinum og landsmönnum öllum sem kynntust honum í gegnum fjölmiðla í gegnum árin.

Hemmi varð bráðkvaddur í Tælandi 4. júní síðastliðinn þar sem hann var staddur í fríi. Hann var fæddur 9. desember árið 1946, og var því 66 ára þegar hann lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×