Innlent

Hemmi Gunn jarðaður í dag

Boði Logason skrifar
Jarðarförinni verður sjónvarpað í Valsheimilinu og í kvöld verður sýnt frá henni á RÚV.
Jarðarförinni verður sjónvarpað í Valsheimilinu og í kvöld verður sýnt frá henni á RÚV.
Útför fjölmiðlamannsins ástæla Hermanns Gunnarssonar verður gerð út frá Hallgrímskirkju klukkan þrjú í dag. Jarðarförinni verður sjónvarpað í Valsheimilinu og í kvöld verður sýnt frá henni á RÚV.

Hemmi Gunn, eins og hann var ætíð kallaður, varð bráðkvaddur í Tælandi 4. júní síðastliðinn þar sem hann var staddur í fríi. Hann var fæddur 9. desember árið 1946, og var því 66 ára þegar hann lést.

Einn helsti vinur Hemma, Egill Eðvarðsson framleiðandi, stjórnar athöfninni, velur tónlistaratriði og fleira í þeim dúr, í Hallgrímskirkju í dag. Séra Pálmi Matthíasson, einnig mikill vinur Hemma, mun jarðsyngja.

Sérstakur viðauki verður við fréttatíma Ríkissjónvarpsins í kvöld, auk þess sem á dagskrá verður sérstakur minningarþáttur, sem Egill hefur umsjá með.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×