Lífið

Pútín og Seagal snúa bökum saman

Seagal, sem er gríðarlega vinsæll í Rússlandi, hefur heimsótt Pútín nokkrum sinnum áður.
Seagal, sem er gríðarlega vinsæll í Rússlandi, hefur heimsótt Pútín nokkrum sinnum áður. Mynd/AP
Svo virðist sem nýjasta æðið sé vinátta þjóðhöfðingja í austri við stjörnurnar í vestri, en líkt og frægt er orðið hafa þeir Kim Jong-un leiðtogi N-Kóreu og bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman eytt miklum tíma saman að undanförnu.

Og nú hafa þeir Vladimír Pútín, forseti Rússlands og hasarmyndahetjan Steven Seagal, snúið bökum saman í baráttunni fyrir bættri heilsu Rússa.

Forsetinn vill innleiða á ný svokallaða GTO-líkamsræktaráætlun sem á rætur sínar að rekja til Stalín-tímans, en yfirskrift hennar var „Tilbúinn til vinnu og varna".

Sagði forsetinn á kynningarfundi, sem haldinn var í æfingasal fyrir bardagaíþróttir, að kerfið eigi að stuðla að bættum lífstíl ungs fólks, en unnið yrði að því í samvinnu við skóla og íþróttakennara.

Seagal, sem er gríðarlega vinsæll í Rússlandi og hefur heimsótt Pútín nokkrum sinnum áður, var á svæðinu og saman horfðu þessir sextugu kumpánar á ungmenni berjast.

Félagarnir fylgdust með ungum bardagamönnum. Eða allavega Pútín.
Seagal fylgir forsetanum við hvert fótmál líkt og hann væri lífvörður hans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×