Erlent

Mannrán í Lundúnum: Konurnar sættu barsmíðum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Konurnar sögðu lögreglu að þær hefðu sætt barsmíðum í prísundinni.
Konurnar sögðu lögreglu að þær hefðu sætt barsmíðum í prísundinni. mynd/getty
Að minnsta kosti ein kvennanna þriggja sem frelsaðar voru úr þrjátíu ára prísund í Lambeth-hverfi Lundúna var beitt líkamlegu ofbeldi. Þetta fullyrðir lögreglan þar í borg.

Konunum var bjargað úr húsi í suðurhluta borgarinnar í síðasta mánuði og voru maður og kona á sjötugsaldri handtekin í gær vegna gruns um aðild að málinu.

BBC greinir frá því að allar konurnar hafi sagt lögreglu að þær hafi sætt barsmíðum en ekki er talið að þær hafi verið beittar kynferðisofbeldi.

Maðurinn og konan sem handtekin voru eru bæði 67 ára og að sögn lögreglu voru þau handtekin á 8. áratugnum, en ekki hefur komið fram vegna hvers. Þau voru látin laus gegn tryggingu í gær en þau eru einnig grunuð um brot á innflytjendalögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×