Lífið

Börn Hemma Gunn í útgáfuteiti

Þórður Norðfjörð, Eva Laufey, Edda og Sigrún, börn Hemma, brostu sínu blíðasta í útgáfuteitinu.
Þórður Norðfjörð, Eva Laufey, Edda og Sigrún, börn Hemma, brostu sínu blíðasta í útgáfuteitinu. Fréttablaðið/Daníel
Mannmargt var í útgáfuteiti bókarinnar Sonur þjóðar eftir Orra Pál Ormarsson sem fjallar um líf og störf hins ástsæla Hermanns Gunnarssonar sem lést fyrr á þessu ári.

Hermann, sem flestir þekkja betur sem Hemma Gunn, hafði einstakt lag á að sjá það spaugilega í tilverunni en líf hans var enginn dans á rósum. Hann lenti snemma í klóm Bakkusar, upplifði einelti og missti ástina í lífi sínu snemma á lífsleiðinni. Hann var afreksmaður í íþróttum og einn vinsælasti skemmtikraftur og fjölmiðlamaður landsins.

Vinna við bókina hófst í mars 2012 en auk frásagnar Hemma sjálfs segja tæplega þrjátíu samferðarmenn hans frá kynnum sínum af honum.

Sveinn Guðjónsson, æskuvinur Hemma, ásamt Orra Pál Ormarssyni.
Halldór í Henson, stórvinur Hemma, og Guðleifur Long.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×