Erlent

Stærsta þrælahaldsmál síðari ára

Inni í þessu húsi var þremur konum haldið líkt og þrælum um áraraðir.
Inni í þessu húsi var þremur konum haldið líkt og þrælum um áraraðir. Fréttablaðið/AP
London, AP Lögreglan í London segir að mál kvennanna þriggja sem frelsaðar voru úr prísund sinni á dögunum eftir um þrjá áratugi sé stærsta nútíma þrælahaldsmálið í Bretlandi. Síðustu daga hafa sjónir manna beinst að hópi maóista.

Þegar Sian Davies lést á dularfullan hátt fyrir sextán árum, þegar hún féll út um glugga í London hafði fjölskylda hennar ekki séð hana í tvo áratugi. Davies hafði flutt frá Wales til London í þeim tilgangi að mennta sig en fljótlega sleit hún öllum samskiptum við fjölskylduna sína. Fjölskyldan taldi hana hafa flækst í maóista-hóp sem bjó saman í kommúnu.

Dauði Davies ýtti undir efasemdir í garð samtakanna. Aðstandendur Davies urðu einnig ævareiðir út í samtökin þar sem hún lifði í sjö mánuði á spítala eftir að hún féll út úr glugganum en engum aðstandanda var upplýst um það.

Í nóvember urðu efasemdaraddirnar hins vegar enn háværari þegar í ljós kom að samtökin höfðu haft konurnar fyrrnefndu í gíslingu í þrjátíu ár. Þetta eru þær Josephine Herivel sem er nú 57 ára gömul, Aishah Wahab sem er 69 ára gömul kona frá Malasíu og Rosie Davis, sem talin er vera dóttir Sian Davis en hún er þrjátíu ára gömul og hefur verið í gíslingu allt sitt líf.

Maóista-samtökunum var stjórnað af 73 ára gömlum manni, Aravindan Balakrishnan, en hann hefur þó ekki enn verið kærður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×