Íslenskt gullæði í uppsiglingu? Hugrún Halldórsdóttir skrifar 27. febrúar 2013 19:17 Það gæti reynst hagkvæmt að vinna gull úr bergi í Þormóðsdal en það er ríkara af gulli en það berg sem finnst í nágrannalöndum Íslands, segir jarðfræðingur. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá hin svokölluðu gullleitarsvæði okkar Íslendinga, en gulir liturinn sýnir þau svæði sem Íslendingar hafa leitarleyfi á í dag. Gullleitarmenn renna nú hýrum augum til bergsins í Þormóðsdals, þó svo að þar hafi áður verið leitað, en samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna er gullþéttleiki bergsins 400 milljónustu hlutar eða 400 grömm af gulli í hverju tonni.„Ég held að þetta sé alveg óvenjulega gullríkt berg þarna, jafnvel miðað við mörg lönd umhverfis okkur. Þetta er tiltölulega hreint gull, það er lítið af þungmálmum í þessu þannig að ég held að við þurfum ekki að hafa neinar óskaplega miklar áhyggjur af því," segir Hjalti Fransson, jarðfræðingur hjá ÍSOR. „Og það eru væntingar um að það gæti reynst hagkvæmt til vinnslu bara vegna þess hvað það er mikið af því á afmörkuðu svæði." Fyrirtækin Melmi og málmís hafa staðið að gullrannsóknunum í Þormóðsdal en eigendur þeirra eru Nýsköpunarmiðstöð, Ísor og atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Þessi hópur hefur svo notið liðsinnis breskra sérfræðinga. „Við erum að ræða við þessa bresku samaðila okkar um að taka næsta skref sem er miklu nærri því að vinna efnið en náttúrulega bíður þetta umhverfismats og svo framvegis og svo framvegis," segir Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.Sp. blm. Er eitthvað af þessu að hafa? „Kílóið af gulli á heimsmarkaði er 6 og hálf milljón svo í tonni ætla ég að finna kannski hálf kíló af gulli þannig að það er heilmikið að hafa."Sp. blm. En eignarhaldið á þessu, hver er það sem myndi fá ágóðann? „Í dag er þetta dálítið mikið í eigu opinberra aðila en það sem kannski gerist núna er að breskir aðilar fara að fjármagna og þeir munu eðlilega eiga tilkall til stærri hlutar og væntanlega verður þetta gert þannig að það verður fengið áhættufjármagn inn í verkefnið.Sp. blm. En við hljótum að njóta góðs af þessu? „Sannarlega, sannarlega," svarar Þorsteinn Ingi. Hægt verður að skoða bergið úr Þormóðsdal á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á morgun en stóra spurningin er, hvað á að gera við gullið ef það reynist í vinnanlegu magni. „Já já, bara búa bara til nógu marga gullhring handa konunum okkar. En þetta er jarðræn auðlind og okkur ber náttúrulega að taka hana sem slíka." Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Það gæti reynst hagkvæmt að vinna gull úr bergi í Þormóðsdal en það er ríkara af gulli en það berg sem finnst í nágrannalöndum Íslands, segir jarðfræðingur. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá hin svokölluðu gullleitarsvæði okkar Íslendinga, en gulir liturinn sýnir þau svæði sem Íslendingar hafa leitarleyfi á í dag. Gullleitarmenn renna nú hýrum augum til bergsins í Þormóðsdals, þó svo að þar hafi áður verið leitað, en samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna er gullþéttleiki bergsins 400 milljónustu hlutar eða 400 grömm af gulli í hverju tonni.„Ég held að þetta sé alveg óvenjulega gullríkt berg þarna, jafnvel miðað við mörg lönd umhverfis okkur. Þetta er tiltölulega hreint gull, það er lítið af þungmálmum í þessu þannig að ég held að við þurfum ekki að hafa neinar óskaplega miklar áhyggjur af því," segir Hjalti Fransson, jarðfræðingur hjá ÍSOR. „Og það eru væntingar um að það gæti reynst hagkvæmt til vinnslu bara vegna þess hvað það er mikið af því á afmörkuðu svæði." Fyrirtækin Melmi og málmís hafa staðið að gullrannsóknunum í Þormóðsdal en eigendur þeirra eru Nýsköpunarmiðstöð, Ísor og atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Þessi hópur hefur svo notið liðsinnis breskra sérfræðinga. „Við erum að ræða við þessa bresku samaðila okkar um að taka næsta skref sem er miklu nærri því að vinna efnið en náttúrulega bíður þetta umhverfismats og svo framvegis og svo framvegis," segir Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.Sp. blm. Er eitthvað af þessu að hafa? „Kílóið af gulli á heimsmarkaði er 6 og hálf milljón svo í tonni ætla ég að finna kannski hálf kíló af gulli þannig að það er heilmikið að hafa."Sp. blm. En eignarhaldið á þessu, hver er það sem myndi fá ágóðann? „Í dag er þetta dálítið mikið í eigu opinberra aðila en það sem kannski gerist núna er að breskir aðilar fara að fjármagna og þeir munu eðlilega eiga tilkall til stærri hlutar og væntanlega verður þetta gert þannig að það verður fengið áhættufjármagn inn í verkefnið.Sp. blm. En við hljótum að njóta góðs af þessu? „Sannarlega, sannarlega," svarar Þorsteinn Ingi. Hægt verður að skoða bergið úr Þormóðsdal á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á morgun en stóra spurningin er, hvað á að gera við gullið ef það reynist í vinnanlegu magni. „Já já, bara búa bara til nógu marga gullhring handa konunum okkar. En þetta er jarðræn auðlind og okkur ber náttúrulega að taka hana sem slíka."
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira