Vigdís gefur ekkert fyrir ályktun BÍ Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2014 10:28 Hjálmar og Vigdís en svo virðist sem hún átti sig ekki á inntaki nýlegrar ályktunar BÍ eða vilji ekki sjá það. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, er í ítarlegu viðtali sem birtist í nýju Monitor, fylgiriti Morgunblaðsins. Hún fer um víðan völl og meðal annars víkur hún að nýlegri ályktun Blaðamannafélags Íslands, sem er tilkomin vegna ummæla Vigdísar í þá veru að hvetja húðvöruframleiðandann EGF til að hætta að auglýsa í Kvennablaðinu en því ritstýrir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Vigdísi líkaði illa samantekt fjölmiðilsins á ummælum hennar í gegnum tíðina. Vigdís gefur lítið fyrir þessa ályktun.Blaðamannafélagið stendur með netníði Vigdís segir, í viðtalinu sem birtist í Monitor, það „dæmalaust“ að stjórn Blaðamannafélags Íslands hafi fordæmt ummælin. „Það er í leiðinni verið að hylma yfir ógeðið sem er þarna í netheimum.“ Vigdís segir jafnframt: „Standi ég upp fyrir sjálfri mér og gagnrýni þetta þá er sagt að ég megi ekki gagnrýna af því að ég er formaður fjárlaganefndar og þingmaður. Það má semsagt ráðast á mig út af minni stöðu en ég má ekki verja mig. Þetta er þöggun á mig sem persónu og þeir aðilar sem standa á bak við þetta eru að reyna að þagga niður í mér og mínum skoðunum. En þeim verður ekki að ósk sinni.“ Vigdís er stendur föst á sínu, hún tekur ekkert mark á þessari ályktun og kallar eftir því að umræða fari fram um það hvort auglýsendur séu á réttum vettvangi, þar sem þeir vilji vera, og ber það saman við umsóknir um styrki til fjárlaganefndar. „Ég held að þessi umræða þurfi að vera sífellt í gangi í samfélaginu og við verðum að spyrja okkur að því hvort fyrirtæki séu að auglýsa á röngum forsendum þegar ekki er vitað nákvæmlega hver ritstjórnarstefna blaðsins er.“Að skattfé sé ráðstafað rétt Vigdís líkir þessu svo saman við starf sitt í fjárlaganefnd en þar virðist smekkur hennar ráðandi; að styrkir séu veittir á „réttum“ forsendum. „Þetta er nákvæmlega eins og það sem við erum að fást við hér í fjárlaganefnd. Við fáum óteljandi styrkbeiðnir og það er á mína ábyrgð að skattfénu sé ráðstafað rétt. Við þurfum að vega og meta hvort félög séu í raun og veru að gera eitthvað annað en þau segja í umsókn sinni þegar verið er að sækja styrki til ákveðinna málaflokka.“ „Við þurfum að meta hvort þetta sé styrkur á réttum forsendum því við höfum séð mjög slæm dæmi um það á síðustu árum að fé ríkisins hefur verið varið í verkefni sem reyndust svo ekki standa undir merki. Þetta er sami hluturinn að mínu mati og ég vona að þetta opni umræðu um það hvort auglýsendur séu í raun á þeim vettvangi sem þeir vilja vera.“Óþolandi að valdafólk troði á tjáningarfrelsinu Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann segist, í samtali við Vísi, aðspurður hvort vera kunni að Vigdís hafi misskilið ályktunina og inntak hennar, ekki ætla að skattyrðast við formann fjárlaganefndar. „Ályktunin er skýr og stendur fyrir sínu. Hún lýtur að því að það sé ekki vegið að tilverugrundvelli fjölmiðla vegna þess hlutverks þeirra að birta ólíkar skoðanir. Blaðamannafélagið stendur vörð um skoðanafrelsi, líka frelsis formanns fjárlagnefndar.“ Í ályktuninni segir: „Það verður ekki þolað að fólk í valdastöðum reyni að beita áhrifum sínum til þess að vega að tilverugrundvelli fjölmiðla vegna þess hlutverks þeirra að birta ólíkar skoðanir. Slíkar tilraunir dæma sig sjálfar. Síst af öllu ættu stjórnmálamenn, sem eiga allt sitt undir því að skoðana- og tjáningarfrelsið sé sem virkast í landinu, að grípa til slíkra örþrifaráða. Tjáningarfrelsið felur ekki bara í sér réttinn til að láta skoðanir sínar í ljós heldur einnig þá skyldu að virða skoðanir annarra“. Sem formaður fjárlaganefndar hafa hótanir Vigdísar talsvert meira vægi en gengur og gerist. „Það var meðal annars ástæða þess að stjórn BÍ kom saman og ályktaði. Og taldi það nauðsynlegt, þar sem þessar skoðanir komu frá manneskju í valdastöðu.“ Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, er í ítarlegu viðtali sem birtist í nýju Monitor, fylgiriti Morgunblaðsins. Hún fer um víðan völl og meðal annars víkur hún að nýlegri ályktun Blaðamannafélags Íslands, sem er tilkomin vegna ummæla Vigdísar í þá veru að hvetja húðvöruframleiðandann EGF til að hætta að auglýsa í Kvennablaðinu en því ritstýrir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Vigdísi líkaði illa samantekt fjölmiðilsins á ummælum hennar í gegnum tíðina. Vigdís gefur lítið fyrir þessa ályktun.Blaðamannafélagið stendur með netníði Vigdís segir, í viðtalinu sem birtist í Monitor, það „dæmalaust“ að stjórn Blaðamannafélags Íslands hafi fordæmt ummælin. „Það er í leiðinni verið að hylma yfir ógeðið sem er þarna í netheimum.“ Vigdís segir jafnframt: „Standi ég upp fyrir sjálfri mér og gagnrýni þetta þá er sagt að ég megi ekki gagnrýna af því að ég er formaður fjárlaganefndar og þingmaður. Það má semsagt ráðast á mig út af minni stöðu en ég má ekki verja mig. Þetta er þöggun á mig sem persónu og þeir aðilar sem standa á bak við þetta eru að reyna að þagga niður í mér og mínum skoðunum. En þeim verður ekki að ósk sinni.“ Vigdís er stendur föst á sínu, hún tekur ekkert mark á þessari ályktun og kallar eftir því að umræða fari fram um það hvort auglýsendur séu á réttum vettvangi, þar sem þeir vilji vera, og ber það saman við umsóknir um styrki til fjárlaganefndar. „Ég held að þessi umræða þurfi að vera sífellt í gangi í samfélaginu og við verðum að spyrja okkur að því hvort fyrirtæki séu að auglýsa á röngum forsendum þegar ekki er vitað nákvæmlega hver ritstjórnarstefna blaðsins er.“Að skattfé sé ráðstafað rétt Vigdís líkir þessu svo saman við starf sitt í fjárlaganefnd en þar virðist smekkur hennar ráðandi; að styrkir séu veittir á „réttum“ forsendum. „Þetta er nákvæmlega eins og það sem við erum að fást við hér í fjárlaganefnd. Við fáum óteljandi styrkbeiðnir og það er á mína ábyrgð að skattfénu sé ráðstafað rétt. Við þurfum að vega og meta hvort félög séu í raun og veru að gera eitthvað annað en þau segja í umsókn sinni þegar verið er að sækja styrki til ákveðinna málaflokka.“ „Við þurfum að meta hvort þetta sé styrkur á réttum forsendum því við höfum séð mjög slæm dæmi um það á síðustu árum að fé ríkisins hefur verið varið í verkefni sem reyndust svo ekki standa undir merki. Þetta er sami hluturinn að mínu mati og ég vona að þetta opni umræðu um það hvort auglýsendur séu í raun á þeim vettvangi sem þeir vilja vera.“Óþolandi að valdafólk troði á tjáningarfrelsinu Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann segist, í samtali við Vísi, aðspurður hvort vera kunni að Vigdís hafi misskilið ályktunina og inntak hennar, ekki ætla að skattyrðast við formann fjárlaganefndar. „Ályktunin er skýr og stendur fyrir sínu. Hún lýtur að því að það sé ekki vegið að tilverugrundvelli fjölmiðla vegna þess hlutverks þeirra að birta ólíkar skoðanir. Blaðamannafélagið stendur vörð um skoðanafrelsi, líka frelsis formanns fjárlagnefndar.“ Í ályktuninni segir: „Það verður ekki þolað að fólk í valdastöðum reyni að beita áhrifum sínum til þess að vega að tilverugrundvelli fjölmiðla vegna þess hlutverks þeirra að birta ólíkar skoðanir. Slíkar tilraunir dæma sig sjálfar. Síst af öllu ættu stjórnmálamenn, sem eiga allt sitt undir því að skoðana- og tjáningarfrelsið sé sem virkast í landinu, að grípa til slíkra örþrifaráða. Tjáningarfrelsið felur ekki bara í sér réttinn til að láta skoðanir sínar í ljós heldur einnig þá skyldu að virða skoðanir annarra“. Sem formaður fjárlaganefndar hafa hótanir Vigdísar talsvert meira vægi en gengur og gerist. „Það var meðal annars ástæða þess að stjórn BÍ kom saman og ályktaði. Og taldi það nauðsynlegt, þar sem þessar skoðanir komu frá manneskju í valdastöðu.“
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira