Erlent

12 ára fangelsi fyrir sýruárás

Samúel Karl Ólason skrifar
Naomi Oni brenndist illa á andliti og bringu eftir sýruárás nálægt heimili sínu í London í desember 2012. Mary Konye, vinkona hennar, hefur nú verið dæmd í tólf ára fangelsi vegna árásarinnar. Frá þessu er sagt á vef BBC.

Naomi hefur ítrekað sagst langa að taka eigið líf eftir árásina. Henni hefur reynst erfitt að lifa með áverkunum og segist vera vænisjúk og hrædd við að fara ein úr húsi.

Eftir árásina þurfti hún að fara í margar húðágræðslur og er með mörg varanleg ör á fæti, bringu, maga og handleggjum. Auk þess er hún nærri blind á öðru auga.

Mary Konye elti Naomi á leið þeirrar síðarnefndu heim til sín úr vinnu. Þar réðst Konye á vinkonu sína en ástæða árásarinnar var sú að Naomi á hana en ástæða árásinnar var sú að Naomi hafði sagt vinkonu sína ljóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×