Handbolti

Ljónin hans Guðmundar á toppinn með stórsigri

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen vann 22 marka sigur á Eisenach 41-19 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar eru þar með kominn á topp deildarinnar.

Kiel getur náð Löwen að stigum á morgun en Löwen er nú með 15 mörkum betri markamun eftir sigurinn í kvöld en líklegt er að markatala ráði úrslitum á toppi deildarinnar. Löwen á tvo leiki eftir en Kiel þrjá.

Alexander Petersson skoraði 6 mörk fyrir Löwen og Stefán Rafn Sigurmannsson 4. Hannes Jón Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Eisenach og Bjarki Már Elísson 1.

Ernir Hrafn Arnarson skoraði 9 mörk og Oddur Gretarsson 7 fyrir Emsdetten sem lagði Lübbecke 35-27. Emsdetten er fallið í 1. deild líkt og Eisenach.

Bergischer gerði 34-34 jafntefli við Lemgo á heimavelli. Bergischer er tveimur stigum frá fallsæti með stiginu.

Björgvin Páll Gústavsson varði 10 skot í marki Bergischer og Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×