Erlent

Reyna að lenda á halastjörnunni

Lendingarsvæðið sem Philae er ætlað að lenda á er um kílómetri að breidd.
Lendingarsvæðið sem Philae er ætlað að lenda á er um kílómetri að breidd. Vísir/AFP
Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr  tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu.

Lendingin mun taka um sjö tíma og að því loknu mun farið festa sig kyrfilega á stjörnunni. Síðan munu taka við allskyns rannsóknir og upplýsingagjöf, að því gefnu að tilraunin takist, sem þykir þó allsendis óvíst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×