Lífið

Gaf Kim málverk í brúðargjöf

Nýgift
Nýgift
Kanye West gaf nýbakaðri eiginkonu sinni Kim Kardashian mynd af sjálfri sér í brúðargjöf.

Hjónin giftu sig með pompi og pragt um helgina í Flórens en rapparinn frægi fékk breska málarann Bambi til að mála mynd af Kardashian og gaf henni í gjöf.

Fyrirmælin sem listmálarinn fékk var að gera frí Kardashian eins líka prinsessu og hægt var á málverkinu. Talið er að málverkið sé það dýrasta sem Bambi hefur nokkurn tíman selt. 

Parið er þessa dagana að jafna sig eftir brúðkaupið á Írlandi án dóttur sinnar North West sem sást yfirgefa Frakkland ásamt ömmu sinni Kris Jenner á sunnudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.