Stjórnarhættir fyrirtækja Lára Jóhannsdóttir skrifar 20. ágúst 2014 08:22 Efnahagshrunið hefur ýtt undir þá kröfu að fyrirtæki ástundi góða stjórnarhætti (e. corporate governance). Gefnar hafa verið út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja á vegum Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland, en 4. útgáfa kom út árið 2012. Leiðbeiningarnar eiga að gagnast öllum fyrirtækjum, þó svo að skráð félög, fjármálafyrirtæki, vátryggingafélög og lífeyrissjóðir eigi að vera leiðandi í innleiðingu þeirra. Góðir stjórnarhættir byggjast m.a. á því að hlutverk og ábyrgð stjórnenda sé skýr, því það auðveldar þeim að rækja störfin af alúð á sama tíma og hagur helstu hagsmunaaðila er tryggður.Býðst að gangast undir mat Til að auðvelda stjórnendum að rækja störf sín gefur KPMG út Handbók stjórnarmanna, auk þess að gera kannanir á meðal þeirra og gera úttektir á stjórnarháttum fyrirtækja. Eftirfylgni varðandi góða stjórnarhætti er í höndum Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, NASDAQ OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands. Fyrirtækjum býðst að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Matið fer fram á vegum Rannsóknarmiðstöðvarinnar. Fyrirtæki sem standast matið geta kallað sig Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Í stað þess að fjalla um góða stjórnarhætti út af fyrir sig þá er víða erlendis fjallað um umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti (e. environmental, social and governance – ESG í styttingu) undir sama hattinum, en þessi samtvinnun er nátengd áherslum á sjálfbærni sem felur í sér jafnvægi á milli efnahagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra þátta en sjálfbær þróun er forsenda hagsældar til lengri tíma litið. Í desember 2013 samþykkti Evrópuþingið, sem fer með löggjafarvald í Evrópusambandinu ásamt ráðherraráðinu, ESG-löggjöf sem lýtur að stórum skráðum fyrirtækjum, sem og óskráðum fyrirtækum, til að mynda bönkum og vátryggingafélögum. Um er að ræða viðbætur við bókhaldstilskipunina (Directive 2013/34/EU). Þess verður krafist að umræddir aðilar birti upplýsingar í ársskýrslum um málefni er lúta að starfsfólki, umhverfis- og samfélagsmálum en ekki bara upplýsingar um fjárhagslega afkomu.Víkka þarf út leiðbeiningar Þegar kemur að endurskoðun á næstu leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem og úttektum sem eiga sér stað í kjölfarið, er ekki eðlilegt að taka mið af þróun sem á sér stað í löndunum í kringum okkur? Það þýðir að víkka þarf út leiðbeiningar um stjórnarhætti þannig að þær taki einnig á umhverfis- og samfélagslegum þáttum þar sem fyrirtæki hafa með rekstri sínum áhrif á umhverfi og samfélag, en ætla mætti að það væri ekki óeðlileg krafa að þau stuðli að sjálfbærri þróun með rekstri sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Efnahagshrunið hefur ýtt undir þá kröfu að fyrirtæki ástundi góða stjórnarhætti (e. corporate governance). Gefnar hafa verið út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja á vegum Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland, en 4. útgáfa kom út árið 2012. Leiðbeiningarnar eiga að gagnast öllum fyrirtækjum, þó svo að skráð félög, fjármálafyrirtæki, vátryggingafélög og lífeyrissjóðir eigi að vera leiðandi í innleiðingu þeirra. Góðir stjórnarhættir byggjast m.a. á því að hlutverk og ábyrgð stjórnenda sé skýr, því það auðveldar þeim að rækja störfin af alúð á sama tíma og hagur helstu hagsmunaaðila er tryggður.Býðst að gangast undir mat Til að auðvelda stjórnendum að rækja störf sín gefur KPMG út Handbók stjórnarmanna, auk þess að gera kannanir á meðal þeirra og gera úttektir á stjórnarháttum fyrirtækja. Eftirfylgni varðandi góða stjórnarhætti er í höndum Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, NASDAQ OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands. Fyrirtækjum býðst að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Matið fer fram á vegum Rannsóknarmiðstöðvarinnar. Fyrirtæki sem standast matið geta kallað sig Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Í stað þess að fjalla um góða stjórnarhætti út af fyrir sig þá er víða erlendis fjallað um umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti (e. environmental, social and governance – ESG í styttingu) undir sama hattinum, en þessi samtvinnun er nátengd áherslum á sjálfbærni sem felur í sér jafnvægi á milli efnahagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra þátta en sjálfbær þróun er forsenda hagsældar til lengri tíma litið. Í desember 2013 samþykkti Evrópuþingið, sem fer með löggjafarvald í Evrópusambandinu ásamt ráðherraráðinu, ESG-löggjöf sem lýtur að stórum skráðum fyrirtækjum, sem og óskráðum fyrirtækum, til að mynda bönkum og vátryggingafélögum. Um er að ræða viðbætur við bókhaldstilskipunina (Directive 2013/34/EU). Þess verður krafist að umræddir aðilar birti upplýsingar í ársskýrslum um málefni er lúta að starfsfólki, umhverfis- og samfélagsmálum en ekki bara upplýsingar um fjárhagslega afkomu.Víkka þarf út leiðbeiningar Þegar kemur að endurskoðun á næstu leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem og úttektum sem eiga sér stað í kjölfarið, er ekki eðlilegt að taka mið af þróun sem á sér stað í löndunum í kringum okkur? Það þýðir að víkka þarf út leiðbeiningar um stjórnarhætti þannig að þær taki einnig á umhverfis- og samfélagslegum þáttum þar sem fyrirtæki hafa með rekstri sínum áhrif á umhverfi og samfélag, en ætla mætti að það væri ekki óeðlileg krafa að þau stuðli að sjálfbærri þróun með rekstri sínum.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun