Erlent

Fjöldi fjallgöngumanna fastir í Kinabalu-fjalli á Borneó

Atli Ísleifsson skrifar
Göngumönnum hefur verið sagt að halda kyrru fyrir vegna hættu á skriðum.
Göngumönnum hefur verið sagt að halda kyrru fyrir vegna hættu á skriðum. Mynd/Wikipedia
Vel á annað hundrað fjallgöngumanna neyðast til að verja nóttinni í hlíðum Kinabalu á Borneo, einu hæsta fjalli Suðaustur-Asíu, eftir að jarðskjálfti, sex að stærð, reið yfir á eyjunni.

Að sögn ráðherra ferðamála Malasíu standa björgunaraðgerðir yfir við fjallið, en þyrlur geta þó ekki lent vegna slæms veðurs.

Í frétt BBC kemur fram að göngumönnum hafi verið sagt að halda kyrru fyrir vegna hættu á skriðum.

Skjálftinn varð klukkan 7:15 að staðartíma á tíu metra dýpi, um 54 kílómetrum frá Kinabalu-fjalli. Kinabalu er 4.095 metrar á hæð og vinsælt meðal fjallgöngumanna.

Ennfremur er nú ljóst að hluti „Asnaeyranna“ svokölluðu á fjallinu hafa eyðilagst í skjálftanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×