Erlent

Í dómsal vegna nektarmynda á fjallstoppi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Hópur vestrænna ferðamanna hefur verið sakaður af embættismönnum í Malasíu um að valda jarðskjálftanum sem varð þar 5. júní. Fjórir þeirra hafa verið handteknir og segjast yfirvöld ætla að ná sex til viðbótar. Ferðamennirnir birtu myndir á samfélagsmiðlum þar sem þau stóðu allsber á toppi fjallsins Kinabalu þann 30. maí.

Myndunum var dreift víða í Malasíu og voru heimamenn reiðir yfir þeim, en fjallið er talið helgt. Eftir jarðskjálftann mögnuðust tilfinningar heimamanna. Ferðamennirnir hafa verið sakaðir um að hafa valdið jarðskjálftanum sem 18 manns létu lífið í, með því að gera anda fjallsins reiða. Meðal annars hafa embættismenn í Sabah héraðir ásakað ferðamennina.

Joseph Pairin Kitingan sagði jarðskjálftann vera staðfestingu á því að ferðamennirnir hefðu vanvirt fjallið. Hann segir að sérstök athöfn verði framkvæmd á fjallinu til að friða anda þess. Einnig er talið að þau hafi haft þvaglát á fjallinu.

Þau fjögur sem hafa verið handtekin eru frá Kanada, Hollandi og Bretlandi. Til stendur að ákæra þau fyrir óspektir á almannafæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×