Lífið

Sjáðu hversu auðveldlega rottur geta komist upp úr klósettinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það vill enginn lenda í þessu.
Það vill enginn lenda í þessu. vísir/National Geographic
Það kannast kannski margir við þá matröð að sitja á klósetinu og heyra rottu koma upp úr klósetinu.

Þetta er nokkuð algengt á Bretlandseyjum þar sem húsin er sum komin á aldur.

Sjónvarpstöðin National Geographic rannsakaði málið ítarlega og sýnir fram á það hversu fljótlega rottur geta komið sér upp í gegnum lagnir. Rottur hafa gríðarlegt þrek og eru einnig ótrúlega liprar eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Þær geta synt í allt að þrjá daga í einu og geta haldið niðri í sér andanum í þrjár mínútur. Þær komast í gegnum ótrúlega lítil göt og fara í raun létt með það. 

Hér má sjá myndband sem birt hefur verið á vefsíðu Mirror en það sýnir rottu koma upp úr klósetti í Bretlandi.

Hér að neðan má síðan sjá umfjöllun National Geographic um málið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×