Innlent

Vigdís spyr hvort rafrænn búnaður mæli skoðanir fólks

Bjarki Ármannsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn um rafrænar mælingar á fjölmiðlanotkun og um skoðanakannanir.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn um rafrænar mælingar á fjölmiðlanotkun og um skoðanakannanir. Vísir/Daníel
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á þingi til Ragnheiðar Elínar Árnadóttir iðnaðarráðherra um rafrænar mælingar á fjölmiðlanotkun og um skoðanakannanir. Spyr Vigdís meðal annars hvort rafrænn útbúnaður í líkingu við þann sem notaður er til að mæla notkun ljósvakamiðla sé notaður til skoðanakannanna sem varða álitaefni á borð við fylgi stjórnmálaflokka eða andstöðu við Evrópusambandsaðild.

Skriflegt svar óskast við fyrirspurninni. Rafræn mæling á hlustun og áhorfi á ljósvakamiðla er framkvæmd með svokölluðum ppm-mælum sem einstaklingar í úrtaki bera á sér. Mælirinn nemur falið hljóðmerki sem komið er fyrir í útsendingu þeirra sjónvarps- og útvarpsstöðva sem taka þátt í mælingunni.

Um þetta má lesa í úrskurði Samkeppniseftirlits um samstarf stærstu ljósvakamiðla landsins við Capacent um slíkar mælingar, líkt og Kjarninn bendir á. Ekki er ljóst hvernig notast ætti við slíkan búnað til þess að mæla til dæmis andstöðu einstaklinga við Evrópusambandsaðild en lesa má um aðferðafræði könnunarfyrirtækjanna Gallup, fyrrum Capacent, og MMR á vefsíðum fyrirtækjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×