Afar erfitt að fá A í nýju einkunnakerfi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. september 2015 07:00 Nýtt einkunnakerfi byggir á framtíðarsýn um lykilhæfni. Vísir/GVA Frá og með vorinu 2016 skal gefa nemendum sem ljúka grunnskóla vitnisburð í samræmi við matsviðmið í aðalnámskrá grunnskóla og nota bókstafina A, B+, B, C+, C og D. En hvað þýða þessir lykilþættir í námsskránni: hæfniviðmið, matsviðmið, hæfnieinkunnir og lykilhæfni? Við gerð hæfnieinkunna er stuðst við einfaldar lýsingar á hæfni nemenda. Í aðalnámskrá standa lýsingar að baki bókstöfunum A, B og C í hverju fagi, svo kölluð matsviðmið. Þessi viðmið eru gerð fyrir hverja og eina námsgrein og eru byggð á hæfnisviðmiðum í aðalnámskrá. Bætt hefur verið við kvarðann B+ og C+ að ósk kennara sem sögðu of litla hvatningu til framfara felast í einkunnagjöfinni. Að baki bókstöfunum liggja töluleg gildi sem hafa ekki verið gerð opinber. Tölugildin eru frá fjórum og niður í einn og eru ekki fyrir einkunnagjöf heldur hugsuð sem tæki fyrir kennara við einkunnagjöf í bókstöfum. Hætt við lokaeinkunn í lykilhæfniHætt var við að gefa lokaeinkunn í lykilhæfni. Lykilhæfnin er mæld í þáttum svo sem þrautseigju, frumkvæði, námsvitund og ábyrgð. Deilt var um hversu huglæg hæfnin var. „Það þurfti bara að endurhugsa það,“ segir Illugi Gunnarsson, menningar- og menntamálaráðherra, sem segir hugtakið þó skipta öllu máli í nýrri námsskrá. „Við vitum ekki hvaða veruleika ungt fólk sem er að ljúka námi verður í. Mörg þeirra starfa sem við sinnum í dag, þau verða horfin. þess vegna skiptir miklu máli að byggja upp lykilhæfnina, svo þau geti orðið virkir þátttakendur í samfélagi framtíðar.“ Deilt um hæfnisprófEkki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. Formaður Skólastjórafélags Íslands, Svanlaug María Ólafsdóttir, segir undarlegt að treysta ekki námsmati grunnskóla og að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. Illugi segir hæfnisprófin og framkvæmd á þeim enn á umræðustigi þótt stefnt sé að þeim. Það þurfi að breyta reglugerðum til þess að halda þau. „Menntamálastofnun er að leggja mat á það hvort einkunnaverðbólga hafi átt sér stað. Skólameistarar í ákveðnum skólum telja að einkunnir úr grunnskóla veiti þeim ekki nægjanlegar upplýsingar til að velja úr nemendum. Þeim fannst erfitt að meta raunverulega stöðu nemenda,“ segir Illugi og bætir við að til skoðunar sé að einstökum skólum verði heimilt að taka upp einhvers konar hæfnispróf. „Það er ekki verið að leggja upp með það að taka upp slík próf í öllum framhaldsskólum. Enda hentar það ekki öllum, það væri íþyngjandi. Suma skóla vantar til dæmis nemendur. Við viljum að skólarnir hafi sín sérkenni og hafi ólíkar nálganir um nemendahóp. Hvers vegna ættum við ekki að heimila skólum að leyfa slík próf?“ Tengdar fréttir Mikil fyrirhöfn fyrir fáa skóla Forsvarsmenn flestra grunnskóla virðast hins vegar langflestir fyrst hafa frétt af þessum fyrirætlunum þegar umfjöllun blaðsins birtist. 18. september 2015 11:00 Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Frá og með vorinu 2016 skal gefa nemendum sem ljúka grunnskóla vitnisburð í samræmi við matsviðmið í aðalnámskrá grunnskóla og nota bókstafina A, B+, B, C+, C og D. En hvað þýða þessir lykilþættir í námsskránni: hæfniviðmið, matsviðmið, hæfnieinkunnir og lykilhæfni? Við gerð hæfnieinkunna er stuðst við einfaldar lýsingar á hæfni nemenda. Í aðalnámskrá standa lýsingar að baki bókstöfunum A, B og C í hverju fagi, svo kölluð matsviðmið. Þessi viðmið eru gerð fyrir hverja og eina námsgrein og eru byggð á hæfnisviðmiðum í aðalnámskrá. Bætt hefur verið við kvarðann B+ og C+ að ósk kennara sem sögðu of litla hvatningu til framfara felast í einkunnagjöfinni. Að baki bókstöfunum liggja töluleg gildi sem hafa ekki verið gerð opinber. Tölugildin eru frá fjórum og niður í einn og eru ekki fyrir einkunnagjöf heldur hugsuð sem tæki fyrir kennara við einkunnagjöf í bókstöfum. Hætt við lokaeinkunn í lykilhæfniHætt var við að gefa lokaeinkunn í lykilhæfni. Lykilhæfnin er mæld í þáttum svo sem þrautseigju, frumkvæði, námsvitund og ábyrgð. Deilt var um hversu huglæg hæfnin var. „Það þurfti bara að endurhugsa það,“ segir Illugi Gunnarsson, menningar- og menntamálaráðherra, sem segir hugtakið þó skipta öllu máli í nýrri námsskrá. „Við vitum ekki hvaða veruleika ungt fólk sem er að ljúka námi verður í. Mörg þeirra starfa sem við sinnum í dag, þau verða horfin. þess vegna skiptir miklu máli að byggja upp lykilhæfnina, svo þau geti orðið virkir þátttakendur í samfélagi framtíðar.“ Deilt um hæfnisprófEkki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. Formaður Skólastjórafélags Íslands, Svanlaug María Ólafsdóttir, segir undarlegt að treysta ekki námsmati grunnskóla og að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. Illugi segir hæfnisprófin og framkvæmd á þeim enn á umræðustigi þótt stefnt sé að þeim. Það þurfi að breyta reglugerðum til þess að halda þau. „Menntamálastofnun er að leggja mat á það hvort einkunnaverðbólga hafi átt sér stað. Skólameistarar í ákveðnum skólum telja að einkunnir úr grunnskóla veiti þeim ekki nægjanlegar upplýsingar til að velja úr nemendum. Þeim fannst erfitt að meta raunverulega stöðu nemenda,“ segir Illugi og bætir við að til skoðunar sé að einstökum skólum verði heimilt að taka upp einhvers konar hæfnispróf. „Það er ekki verið að leggja upp með það að taka upp slík próf í öllum framhaldsskólum. Enda hentar það ekki öllum, það væri íþyngjandi. Suma skóla vantar til dæmis nemendur. Við viljum að skólarnir hafi sín sérkenni og hafi ólíkar nálganir um nemendahóp. Hvers vegna ættum við ekki að heimila skólum að leyfa slík próf?“
Tengdar fréttir Mikil fyrirhöfn fyrir fáa skóla Forsvarsmenn flestra grunnskóla virðast hins vegar langflestir fyrst hafa frétt af þessum fyrirætlunum þegar umfjöllun blaðsins birtist. 18. september 2015 11:00 Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Mikil fyrirhöfn fyrir fáa skóla Forsvarsmenn flestra grunnskóla virðast hins vegar langflestir fyrst hafa frétt af þessum fyrirætlunum þegar umfjöllun blaðsins birtist. 18. september 2015 11:00
Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00