Innlent

Ásmundur fundaði með formanni Félags múslima: „Áttum hreinskiptið samtal um skrif mín“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sverrir ásamt Ásmundir.
Sverrir ásamt Ásmundir. mynd frá Facebook-síðu Ásmundar.
„Ég átti fund síðdegis í dag með Ólafi og Sverri Agnarssyni formanni Félags múslima á Íslandi,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Ásmundir var harðlega gagnrýndur þegar hann velti því fyrir sér hvort búið væri að kanna bakgrunn þeirra 1500 múslima sem væru búsettir á Íslandi og þá til að tryggja öryggi Íslendinga.

„Eftir símtal okkar í gær bauð Sverrir mér í heimsókn í mosku félagsins í Reykjavík. Við áttum hreinskiptið samtal um skrif mín og viðbrögð við þeim. Þeir eru báðir sammála mér um mikilvægi þess að tryggja öruggt og friðsælt samfélag á Íslandi. Og til þess þarf eftirlit, samstarf og upplýsingar. Þannig vinna Bandaríkjamenn með múslimum segja þeir félagar mér og þar ná öfgahópar ekki árangri.“

Ásmundur segist ekki vilja hvorki gettó né hin illu öfl heimsins hér á landi.

„Og við viljum taka samtalið um það hvernig við tryggjum traust og trúnað milli ólíkra hópa í landinu. Vínum að því með vitlegri umræðu þar sem virðing er borin fyrir öllum skoðunum. Ég er ánægður að eiga stuðning þeirra félaga fyrir öruggara Íslandi.“


Tengdar fréttir

Þingmaður óttast um þjóðaröryggið

Erum við örugg á Íslandi? spyr þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson. Stórt er spurt. Nei, það erum við ekki, frekar en allt annað fólk. Mismikið þó. Minnihlutahópar kunna að vera í meiri hættu en við hin.

Je suis Kalli – leikþáttur í þremur hlutum

Hluti I: Bessastaðir, föstudagurinn 9. janúar ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON: Hvað get ég gert fyrir þig í dag, Guðni minn? GUÐNI ÁGÚSTSSON: Ja, sko það er hót vandræðalegt, Ólafur. ÓRG: Varstu nokkuð að mynnast við hana Búkollu aftur? GÁ: Hún hét Skrauta frá Stóra-Ármóti. Og nei. Það er þessi Innsta-brók.

Óþarft að hækka vástig

Orð Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns um könnun á bakgrunni íslenskra múslima vekja hörð viðbrögð. Hættustig vegna hryðjuverkaógnar er metið lágt á Íslandi.

Í hópfaðmlagi með Ásmundi Friðrikssyni

Manneskjan er gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun. Í því felst að hún getur rannsakað skoðanir og kosið að fallast ekki á þær nema finna fyrir þeim fullnægjandi rök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×