Lífið

Sér fyrir sér rabarbaraverksmiðju í Eyjafirði

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Edda Kamilla er með rabarbaraplöntur í glugganum hjá sér.
Edda Kamilla er með rabarbaraplöntur í glugganum hjá sér.
„Ég fékk þessa hugmynd fyrst sumarið 2008, en þegar ég fékk styrk frá atvinnumálum kvenna 2011 þá fóru hlutirnir að gerast,“ segir Edda Kamilla Örnólfsdóttir, viðskipta- og heimskautaréttarfræðingur og rabarbararæktandi.

Edda Kamilla Örnólfsdóttir
Fyrir ofan Hólavatn í Eyjafjarðarsveit er Edda með hálfan hektara þar sem hún ræktar rabarbara og fyrir henni er hann ekki bara sultuhráefni. „Þetta er snilldarhráefni, ódýrt og gott. Flestir ímynda sér að það sé bara hægt að nota stilkinn í sultur og bökur, en ég er að vinna í því að láta rannsaka rótina, hófinn (hvíta hlutann) og blaðið og möguleikana sem það býður upp á,“ segir hún.

Meðal þess sem Edda sér fyrir sér að hægt sé að gera við rabarbarann er að setja hann í niðursuðu og gera hægðalosandi te úr rótinni líkt og þekkist í Asíu. „Það er nemandi í Háskólanum á Akureyri að gera grunnrannsóknir á rabarbaranum og hvort sé hægt að nýta efni úr honum í snyrtivörur þar sem hann hefur bólgueyðandi áhrif. Blaðið er líka ríkt af oxalsýru og við erum líka að skoða hver séu bakteríudrepandi áhrif hennar. Ég sé fyrir mér, ef allt gengur upp, rabarbaraverksmiðju í Eyjafirði. Það er auðveldara að rækta rabarbara en papriku og í Bretlandi er hann ræktaður allt árið í gróðurhúsi. Hann þarf ekki tilbúinn áburð og elskar hrossaskít,“ segir Edda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×