Innlent

40 feta gámur þveraði Holtavörðuheiði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Holtavörðuheiði.
Frá vettvangi á Holtavörðuheiði. mynd/lögreglan á vesturlandi
Ökumaður flutningabíls sem var með 40 feta gám á tengivagni missti stjórn á bílnum í mikilli hálku á Holtavörðuheiði í liðinni viku. Við það fór bíllinn út af veginum og valt á hliðina en í gámnum var meðal annars fiskur.

Nokkrar tafir urðu á umferð um heiðina meðan unnið var að því að ná bílnum og vagninum aftur upp á veginn en ökumaðurinn var fluttur á heilsugæslustöð til skoðunar.

Alls urðu tíu umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi í síðustu viku að því greint er frá á Facebook-síðu lögreglunnar.

Meðal annars var Vesturlandsvegi við Hafnará undir Hafnarfjalli lokað í um tvo tíma síðdegis á fimmtudag eftir að fólksbíll fauk út af veginum í snörpum vindhviðum og hálkum. Erlendir ferðamenn voru í bílnum og sakaði ekki en var töluvert brugðið vegna veðurhamsins.

Umferðaróhöpp í hálku og snjóAlls urðu 10 umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi -LVL- frá 15. til 22....

Posted by Lögreglan Vesturlandi on Tuesday, 22 December 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×