Innlent

Verða ekki við óskum Þorraselshópsins

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Eldri borgarar sem nýta sér þjónustu í Þorraseli eru ósáttir við flutningana og skoruðu á borgarstjórn að hætta við þá.
Eldri borgarar sem nýta sér þjónustu í Þorraseli eru ósáttir við flutningana og skoruðu á borgarstjórn að hætta við þá. vísir/gva
Meirihluti borgarstjórnar felldi tillögu Sjálfstæðisflokks um að hætt yrði við flutning dagdeildar eldri borgara úr húsnæði í Þorraseli í húsnæði á Vesturgötu 7.

„Við erum ekki að loka Þorraseli heldur flytja starfsemina að Vesturgötu 7 sem er hentugt húsnæði og stærra en það gamla. Þá getum við boðið fleirum að nota þetta góða úrræði. Það er ekki verið að skerða þjónustuna,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs.

Björk vilhelmsdóttir
„Það er mikill hallarekstur, 28 milljónir króna á ári. Við sáum okkur ekki fært annað en að færa starfsemina þar sem við náum svo mikilli hagræðingu út úr þessum breytingum,“ segir Björk sem bætir því við að nýting þjónustunnar hafi minnkað ár frá ári.„Mér finnst niðurstaða borgarstjórnar dapurleg í ljósi þess að allir hlutaðeigandi, notendur þjónustunnar í Þorraseli, íbúar fjölbýlishúss aldraðra á staðnum, notendur þjónustunnar á Vesturgötu og yfirgnæfandi meirihluti starfsfólks hefur lýst sig andvígt breytingunni,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

„Ef dagdeild aldraðra er færð á Vesturgötu er verið að skerða þjónustuna. Þá verður að vísa fólkinu í næsta hverfi og yrði þjónustan ekki í göngufæri,“ bætir hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×