Lífið

Fylgstu með ævintýrum fegurðardrottninganna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Arna ýr Jónsdóttir og Helena Reynisdóttir hafa veitt fólki innsýn í líf sitt síðastliðinn sólarhring.
Arna ýr Jónsdóttir og Helena Reynisdóttir hafa veitt fólki innsýn í líf sitt síðastliðinn sólarhring. Vísir/SKjáskot
Spennan er farin að magnast fyrir keppninni Ungfrú Ísland sem fram fer í Hörpu 5. september.

Stelpurnar sem taka þátt í ár nýta sér samfélagsmiðlana af miklum móð og er Snapchat þar engin undantekning.



„Hver og ein fær einn dag þar sem þið getið fengið meiri innsýn inn í þeirra daglega líf og gott tækifæri til að kynnast þeim örlítið betur. Ég hvet ykkur til að fylgjast með okkur þar,“ segir Fanney Ingvarsdóttir sem hefur yfirumsjón með keppninni.

Hér að neðan má sjá hvað hefur drifið á daga keppenda en síðastliðinn sólarhring hafa Arna Ýr Jónsdóttir og Helena Reynisdóttir séð um aðganginn.

Stelpurnar hafa meðal annars svarað spurningum frá æstum aðdáendum sem og að greina frá reisum sínum en Arna lagði land undir fót og fór til Tálknafjarðar en Helena hefur sett stefnuna á Róm.

Mælt er með því að smella á myndirnar vilji maður sjá þá næstu.


Tengdar fréttir

Ungfrú Ísland: Stúlkurnar eru spenntar að taka þátt

Ungfrú Ísland verður haldin í hörpu 5. september. Undirbúningi hefur verið breytt til að búa stúlkurnar betur undir stærri keppnir erlendis. Meðal áhersluatriða í undirbúningi eru efling sjálfsmyndar og kennsla í framkomi í fjölmiðluum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×