Erlent

Forsetakjöri frestað vegna límgalla

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Wolfgang Sobotka, innanríkisráðherra Austurríkis, greinir frá því að fresta þurfi endurtekningu seinni umferðar forsetakosninganna.
Wolfgang Sobotka, innanríkisráðherra Austurríkis, greinir frá því að fresta þurfi endurtekningu seinni umferðar forsetakosninganna. vísir/epa
Forsetakosningarnar, sem halda átti í Austurríki nú í haust, verður frestað af tæknilegum ástæðum fram í lok nóvember eða byrjun desember.

Ástæðan er sú að kjörseðlarnir, sem prentaðir hafa verið, eru ónothæfir vegna lélegs líms. Ekki er hægt að loka seðlunum almennilega. Því hefur verið ákveðið að fá aðra prentsmiðju til að sjá um verkið.

Þessi seinni umferð forsetakosninganna var upphaflega haldin 22. maí síðastliðinn. Græninginn Alexander van der Bellen vann þar naumlega sigur á hægri þjóðernissinnanum Norbert Hofer.

Hæstiréttur landsins ógilti þær kosningar þannig að þær þarf að endurtaka. Skoðanakannanir sýna að enn er mjótt á mununum á milli þeirra tveggja. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum

Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×