Ekki góð vinnubrögð að skuldbinda Ísland án umræðu Una Sighvatsdóttir skrifar 16. janúar 2016 20:00 Katrín Jakobsdóttir formaður VG og þingmaður í Innviðafjárfestingabanki Asíu var formlega stofnaður í Kína í dag með aðkomu fjölda ríkja, þar á meðal Íslands. Tilgangur bankans er að stuðla að sjálfbærri efnahagsþróun svæðisins og sagði Bjarni Benediktsson á Facebook síðu sinni í dag að með aðild opnist aukin tækifæri fyrir íslenskt viðskiptalíf í Asíu. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar hefur hinsvegar lýst miklum efasemdum um aðild Íslands og spurt hvers vegna íslenskir skattgreiðendur ættu að leggja til hliðar 2,3 milljarða til að styðja hugsanlega útrás íslenskra fyrirtækja í Asíu, þegar ávinningurinn sé mjög óljós.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar mælti gegn því á Alþingi í desember að heimild yrði veitt á fjáraukalögum fyrir 2,3 milljarða skuldbindingu ríkissjóðs til kaupa á hlut í asíska fjárfestingabankanum.Bankinn hafinn yfir lög og reglur á Íslandi Á Facebook síðu sinni í dag bendir Frosti auk þess á að Bjarni fari mögulega erindisleysu því Alþingi eigi enn eftir að fullgilda stofnsamning bankans. Eftir á að koma í ljós hvort þingmenn muni samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis, því þar er krafist undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og fjármálaeftirliti. Frosti segir að bankinn verði því í raun hafinn yfir lög og reglur Íslands og alls óvíst hvort almannahagsmunir af aðild séu nægir til að réttlæta það.Engin tillaga komið fyrir þingið á tæpu ári Katrín Jakobsdóttir á einnig sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún segist ekki vera fyrirfram á móti aðild Íslands að asíska bankanum, en hinsvegar sé full ástæða til að ræða málið. Það hafi enn ekki verið gert, þrátt fyrir að bráðum verði liðið ár síðan ríkisstjórnin ákvað að óska eftir aðild að bankanum. „Í raun og veru þá ákveður ríkisstjórnin að fara í þessa vegferð síðasta vor, í mars 2015. Málið er kynnt fyrir utanríkismálanefnd, en síðan hefur engin tillaga komið inn í þingið. Hún skilar sér þegar starfsáætlun er útrunnin, 16. desember, og þá er búið að afgreiða fjárheimild. Þannig að í raun og veru hefur enn engin efnisleg umræða um málið farið fram á Alþingi," segir Katrín.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur stofnfund Innviðafjárfestingabanka Asíu í Peking í Kína í dag.Ekki einhugur innan stjórnarliðsins Heildarskuldbinding Íslands verður um 2,3 milljarðar króna, en Bjarni Benediktsson hefur ítrekað að aðeins fimmtungur þeirrar skuldbinginr greiðis á fimm ára tímabili, um 100 milljón krónur á ári. Hann telur ólíklegt að fjárfestingabankinn muni kalla eftir því að fá hin 80% af framlaginu til sín. Bankinn hefur þó alltaf rétt á því. Katrín segir vaxandi tilhneigingu til þess á þinginu að afgreiða stór mál eins og þetta gegnum fjárlög og fjáraukalög án þess að þau séu tekin fyrir og rædd efnislega. „Þetta eru ekki góð vinnubrögð. Þetta er ávísun á frekari átök, eins og sést núna að það er ekki einu sinni einhugur innan stjórnarliðsins um þessa ákvörðun." Tengdar fréttir Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Formaður efnahags-og viðskiptanefndar segir erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. 16. janúar 2016 12:56 Bjarni telur ólíklegt að allt stofnféð vegna innviðafjárfestingabanka í Asíu verði innheimt Skuldbinding Íslands nemur 2,3 milljörðum en fimmtungur þeirrar skuldbindingar kemur til greiðslu í fimm jöfnum hlutum á fimm árum. 16. janúar 2016 13:49 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Innviðafjárfestingabanki Asíu var formlega stofnaður í Kína í dag með aðkomu fjölda ríkja, þar á meðal Íslands. Tilgangur bankans er að stuðla að sjálfbærri efnahagsþróun svæðisins og sagði Bjarni Benediktsson á Facebook síðu sinni í dag að með aðild opnist aukin tækifæri fyrir íslenskt viðskiptalíf í Asíu. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar hefur hinsvegar lýst miklum efasemdum um aðild Íslands og spurt hvers vegna íslenskir skattgreiðendur ættu að leggja til hliðar 2,3 milljarða til að styðja hugsanlega útrás íslenskra fyrirtækja í Asíu, þegar ávinningurinn sé mjög óljós.Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar mælti gegn því á Alþingi í desember að heimild yrði veitt á fjáraukalögum fyrir 2,3 milljarða skuldbindingu ríkissjóðs til kaupa á hlut í asíska fjárfestingabankanum.Bankinn hafinn yfir lög og reglur á Íslandi Á Facebook síðu sinni í dag bendir Frosti auk þess á að Bjarni fari mögulega erindisleysu því Alþingi eigi enn eftir að fullgilda stofnsamning bankans. Eftir á að koma í ljós hvort þingmenn muni samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis, því þar er krafist undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og fjármálaeftirliti. Frosti segir að bankinn verði því í raun hafinn yfir lög og reglur Íslands og alls óvíst hvort almannahagsmunir af aðild séu nægir til að réttlæta það.Engin tillaga komið fyrir þingið á tæpu ári Katrín Jakobsdóttir á einnig sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. Hún segist ekki vera fyrirfram á móti aðild Íslands að asíska bankanum, en hinsvegar sé full ástæða til að ræða málið. Það hafi enn ekki verið gert, þrátt fyrir að bráðum verði liðið ár síðan ríkisstjórnin ákvað að óska eftir aðild að bankanum. „Í raun og veru þá ákveður ríkisstjórnin að fara í þessa vegferð síðasta vor, í mars 2015. Málið er kynnt fyrir utanríkismálanefnd, en síðan hefur engin tillaga komið inn í þingið. Hún skilar sér þegar starfsáætlun er útrunnin, 16. desember, og þá er búið að afgreiða fjárheimild. Þannig að í raun og veru hefur enn engin efnisleg umræða um málið farið fram á Alþingi," segir Katrín.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur stofnfund Innviðafjárfestingabanka Asíu í Peking í Kína í dag.Ekki einhugur innan stjórnarliðsins Heildarskuldbinding Íslands verður um 2,3 milljarðar króna, en Bjarni Benediktsson hefur ítrekað að aðeins fimmtungur þeirrar skuldbinginr greiðis á fimm ára tímabili, um 100 milljón krónur á ári. Hann telur ólíklegt að fjárfestingabankinn muni kalla eftir því að fá hin 80% af framlaginu til sín. Bankinn hefur þó alltaf rétt á því. Katrín segir vaxandi tilhneigingu til þess á þinginu að afgreiða stór mál eins og þetta gegnum fjárlög og fjáraukalög án þess að þau séu tekin fyrir og rædd efnislega. „Þetta eru ekki góð vinnubrögð. Þetta er ávísun á frekari átök, eins og sést núna að það er ekki einu sinni einhugur innan stjórnarliðsins um þessa ákvörðun."
Tengdar fréttir Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Formaður efnahags-og viðskiptanefndar segir erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. 16. janúar 2016 12:56 Bjarni telur ólíklegt að allt stofnféð vegna innviðafjárfestingabanka í Asíu verði innheimt Skuldbinding Íslands nemur 2,3 milljörðum en fimmtungur þeirrar skuldbindingar kemur til greiðslu í fimm jöfnum hlutum á fimm árum. 16. janúar 2016 13:49 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Formaður efnahags-og viðskiptanefndar segir erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. 16. janúar 2016 12:56
Bjarni telur ólíklegt að allt stofnféð vegna innviðafjárfestingabanka í Asíu verði innheimt Skuldbinding Íslands nemur 2,3 milljörðum en fimmtungur þeirrar skuldbindingar kemur til greiðslu í fimm jöfnum hlutum á fimm árum. 16. janúar 2016 13:49