Innlent

Bjarni telur ólíklegt að allt stofnféð vegna innviðafjárfestingabanka í Asíu verði innheimt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/gva
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem staddur er í Kína til að vera viðstaddur formlegan stofnsetningardag Innviðafjárfestingabanka Asíu telur afar ólíklegt að allt það stofnfé sem Alþingi hefur veitt heimild til vegna aðildar Íslands að bankanum verði innheimt.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Bjarna en tilefni skrifanna eru fréttir af gagnrýni Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis, á Kínaferð ráðherrans.

Samkvæmt fjáraukalögum síðasta árs nemur skuldbinding Íslands vegna aðildarinnar að bankanum 2,3 milljörðum króna. Í færslu Bjarna kemur fram að fimmtungur þeirrar skuldbindingar komi til greiðslu í fimm jöfnum hlutum á fimm árum. Hlutur þessa árs hefur nú þegar verið greiddur samkvæmt heimild sem Alþingi veitti á fjárlögum.

Bjarni segir að bankinn fjármagni sig að öðru leyti á markaði og því sé afar ólíklegt að afgangur stofnfjárins verði innkallaður.

 

Þá bíði formleg fullgilding Íslands á stofnsamningi bankans afgreiðslu þingsályktunartillögu sem Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra og flokksbróðir Frosta hefur lagt fyrir Alþingi. Bæði þingflokkur Framsóknarflokksins sem og Sjálfstæðisflokks hafa samþykkt þingsályktunartillöguna.

Vegna frétta um aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu vil ég árétta þetta: Í dag er formlegur...

Posted by Bjarni Benediktsson on Saturday, 16 January 2016

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×