Frosti segir óvíst hvort fjármálaráðherra eigi nokkuð erindi til Kína Una Sighvatsdóttir skrifar 16. janúar 2016 12:56 Ríkisstjórnin óskaði þess á síðasta ári að gerast stofnaðili að nýjum fjárfestingabanka fyrir Asíu, sem fjöldi ríkja kemur að, þar með talin flest Evrópuríki. Kínverjar eiga þó stærstan hlut í bankanum og stofnfundurinn fer fram þar í landi nú um helgina, þar sem Bjarni Benediktsson er staddur. Fjármálaráðuneytið fékk heimild á fjáraukalögum til að skuldbinda íslenskan ríkissjóð um 2,3 milljarða króna vegna kaupa á hlut í bankanum. Frosti Sigurjónsson mælti harðlega gegn þeirri ráðstöfun þegar lögin voru rædd á þinginu í desember, enda segir hann ávinning Íslands af fjárfestingunni mjög óvissan. Í pistli á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi segir Frosti að óvíst sé hvort Bjarni eigi nokkurt erindi til Kína, því þrátt fyrir að heimild hafi verið samþykkt á fjárlögum geti Ísland ekki orðið fullur aðili að honum fyrr en Alþingi staðfestir samþykktir bankans, þar sem krafist sé undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og undanþágu frá fjármálaeftirliti.Vonandi verður skemmtilegt fyrir Bjarna að ferðast til Kína. Það er hins vegar alveg óvíst hvort hann á þangað nokkurt...Posted by Frosti Sigurjonsson on Friday, 15 January 2016Frosti segir að í raun verði þessi banki því hafinn yfir lög og reglur Íslands. Alþingi þurfi að samþykkja að svo megi verða og til að réttlæta slíkar undanþágur telur Frosti að almannahagsmunir þurfi að vera miklir. Hins vegar sé alls óvíst sé hvort Ísland fái nokkuð út úr því. Hlutur Íslands í bankanum verður aðeins 0,028% og því muni Ísland engin áhrif hafa og engan stjórnarmann. Frosti segir jafnframt erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. Hann telur að Ísland geti hæglega styrkt góð samskipti við Asíu eftir öðrum og gagnsærri leiðum, án þess að eiga hlut í bankanum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Ríkisstjórnin óskaði þess á síðasta ári að gerast stofnaðili að nýjum fjárfestingabanka fyrir Asíu, sem fjöldi ríkja kemur að, þar með talin flest Evrópuríki. Kínverjar eiga þó stærstan hlut í bankanum og stofnfundurinn fer fram þar í landi nú um helgina, þar sem Bjarni Benediktsson er staddur. Fjármálaráðuneytið fékk heimild á fjáraukalögum til að skuldbinda íslenskan ríkissjóð um 2,3 milljarða króna vegna kaupa á hlut í bankanum. Frosti Sigurjónsson mælti harðlega gegn þeirri ráðstöfun þegar lögin voru rædd á þinginu í desember, enda segir hann ávinning Íslands af fjárfestingunni mjög óvissan. Í pistli á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi segir Frosti að óvíst sé hvort Bjarni eigi nokkurt erindi til Kína, því þrátt fyrir að heimild hafi verið samþykkt á fjárlögum geti Ísland ekki orðið fullur aðili að honum fyrr en Alþingi staðfestir samþykktir bankans, þar sem krafist sé undanþágu bankans og starfsmanna hans frá sköttum og undanþágu frá fjármálaeftirliti.Vonandi verður skemmtilegt fyrir Bjarna að ferðast til Kína. Það er hins vegar alveg óvíst hvort hann á þangað nokkurt...Posted by Frosti Sigurjonsson on Friday, 15 January 2016Frosti segir að í raun verði þessi banki því hafinn yfir lög og reglur Íslands. Alþingi þurfi að samþykkja að svo megi verða og til að réttlæta slíkar undanþágur telur Frosti að almannahagsmunir þurfi að vera miklir. Hins vegar sé alls óvíst sé hvort Ísland fái nokkuð út úr því. Hlutur Íslands í bankanum verður aðeins 0,028% og því muni Ísland engin áhrif hafa og engan stjórnarmann. Frosti segir jafnframt erfitt að sjá að aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu muni hafa nokkuð að segja fyrir íslenskt atvinnulíf. Hann telur að Ísland geti hæglega styrkt góð samskipti við Asíu eftir öðrum og gagnsærri leiðum, án þess að eiga hlut í bankanum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira