Lífið

Gummi Ben sló í gegn með brandara sem hann stal frá Chandler

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur Benediktsson er einhver allra vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar og tekur hann varla feilspor í útsendingum. Hann er um þessar mundir að slá í gegn í matreiðsluþáttunum Ísskápastríðið á Stöð 2 en eins og flest allir vita hefur Gummi Ben stýrt Messunni í mörg ár.

Messan var á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en í þættinum er farið yfir helstu atriðin í síðustu umferð í enska boltanum.

Þeir Messubræður skelltu sér á dögunum til Englands og ræddu þar við atvinnumenn okkar sem leika knattspyrnu á Bretlandseyjum. Í gær var sýnt viðtal við Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða og leikmann Cardiff. Í viðtalinu situr Gummi Ben við hliðin á Aroni upp í sófa og sötrar hann á rauðvínsglasi.

Frábært viðtal, en þegar skipt var aftur yfir í sett Messunnar afsakaði Gummi holdafar sitt og sagði; „Ef ykkur fannst ég vera eitthvað þéttur þarna þá bætir myndavélin alltaf á mann svona þremur kílóum og við vorum með einhverjar sjö til átta myndavélar þarna. Þetta voru því 21-28 kíló sem var hent þarna á mig.“

Eflaust tengja margir aðdáendur Friends við þennan brandara en Chandler sagði svo gott sem nákvæmlega sama brandara við Monica eins og sjá má hér að neðan.

Efst í fréttinni má sjá þegar Gummi sló á létta strengi í Messunni í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×