Lífið

Tilraun: Tóku við hlutum án þess að taka eftir því

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg tilraun.
Skemmtileg tilraun.
Aðstæðubundin blinda (e. situational blindness) er þekkt hugtak innan sálfræðinnar. Á YouTube-síðunni Fun Time Federation má finna skemmtilegt myndband þar sem ákveðin tilraun var framkvæmd sem sýndi fram á að fólk sér stundum ekki hvað er að gerast í kringum sig.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá þegar karlmaður gengur að fólki og biður það um að aðstoða sig.

Þegar líður á samtalið réttir hann einum einstaklingi hlut sem hann heldur á, og gengur síðan í burtu stuttu síðar. Fólkið virðist ekki taka neitt eftir því þegar þau taka við hlutnum, ekki fyrir en maðurinn er farinn í burtu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×